Innlent

Hvalveiðum hætt vegna veðurs

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. MYND/Gunnar V. Andrésson

Hvalveiðum var hætt í gær þrátt fyrir að tveir hvalir séu óveiddir af níu hvala kvóta. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals að dagsbirtu njóti æ skemur á hverjum degi, og við bætist rigningarsuddi og slæm spá næstu daga, en ekki er hægt að veiða hval nema í góðu skygni.

Hrefnuveiðimenn halda einnig að sér höndum eftir að hafa veitt eina hrefnu, og ætla ekki að hafast frekar að fyrr en sala á afurðunum til útlanda, verður tryggð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×