Innlent

Osta- og smjörsalan áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

MYND/GVA

Osta- og smjörsalan hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá því um miðjan október þess efnis að fyrirtækið hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að láta Mjólku greiða hærra verð fyrir undanrennuduft en annan viðskiptavin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Osta- og smjörsölunni. Áfrýjun Osta- og smjörsölunnar byggist á því að hvorki séu efnislegar né lagalegar forsendur fyrir ákvörðun Samkeppniseftirlitisins, eins og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×