Handbolti

Sigur gegn Portúgal

Berglind var í miklu stuði í íslenska markinu gegn Portúgal í kvöld
Berglind var í miklu stuði í íslenska markinu gegn Portúgal í kvöld Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld þriðja leik sinn á æfingamótinu sem haldið er í Hollandi þegar liðið skellti Portúgal 33-26 eftir að hafa verið yfir 16-13 í hálfleik. Þetta var annar sigur íslenska liðsins á mótinu og annar sigur þess í röð eftir tap gegn heimamönnum í fyrsta leiknum.

Guðbjörg Guðmannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í kvöld með 8 mörk, Rakel Dögg Bragadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 5 hver og Hanna G. Stefánsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor og Eva Margrét Ragnarsdóttir skoraði 2 mörk.

Það var hinsvegar Berglind Íris Hansdóttir í markinu sem var maður leiksins ef marka má tölfræðina, en hún varði hvorki meira né minna en 27 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×