Innlent

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Gunnar Svavarsson leiðir ennþá eftir 2. talningu í Kraganum.
Gunnar Svavarsson leiðir ennþá eftir 2. talningu í Kraganum. MYND/Samfylkingin

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni rétt í þessu.

Búið er að telja 2.200 atkvæði. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti, Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti, Árni Páll Árnason 978 atkvæði í 1.-4. sæti, Guðmundur Steingrímsson 1.026 atkvæði í 1.-5. sæti, Tryggvi Harðarson 835 í 1.-6. sæti, Sonja B. Jónsdóttir 1.117 atkvæði í 1-7. sæti og Jakob Frímann Magnússon 999 atkvæði í 1.-8. sæti.

Alls greiddu um 4.700 manns atkvæði sitt í prófkjörinu en endanlega tala liggur enn ekki fyrir. Úrslit úr prófkjörinu gætu orðið ljós um miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×