Innlent

Veðurfréttir: Athuga á með millilandaflug á hádegi

Veður er við það að ná hámarki um þessar mundir.
Veður er við það að ná hámarki um þessar mundir. MYND/Vilhelm

Allt flug liggur niðri vegna veðurs, bæði innanlands og millilandaflug og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Um fimmhundruð manns bíða í Leifsstöð. Vélar á leið frá Bandaríkjunum þurftu að fara til Glasgow og um fimmhundruð manns bíða þar eftir að veðrið gangi niður. Vélar sem eru á leið til Kaupmannahafnar og Lundúnua koma við í Glasgow til að taka með farþega. Athugað verður með millilandaflug klukkan tólf og innanlandsflug klukkan tvö í dag. Alls eiga um 1500 manns bókað í innanlandsflug í dag.

Mikil veðurhæð er víða á vestanverðu landinu og er vindhraðinn þar á bilinu 20-30 m/s en hviður hafi verið að sjást í kringum 40-50 m/s, hvassast á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og við Hrútafjörð, en um 40 m/s á Hellisheiðinni og Holtavörðuheiðinni. Vindhviður í Reykjavík náðu í 33 m/s í morgun.

"Veðurhæðin er við það að ná hámarki á landinu vestanverðu núna um 10 leytið en strax eftir hádegi byrjar að lægja þar og verður orðið skaplegt um 3-4 leitið í dag. Hins vegar er ekki enn farið að hvessa að neinu marki á austanverðu landinu en þar verður orðið mjög hvasst, 20-25 m/s strax uppúr hádegi og verður þar hvasst til kvölds. Um miðnætti verður orðið hægviðri víðast hvar á landinu" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×