Innlent

Tugmilljóna tjón í óveðri í Búðardal

Frá Búðardal í morgun - stór hluti sjóvarnargarðs við smábátahöfnina sópaðist í burtu
Frá Búðardal í morgun - stór hluti sjóvarnargarðs við smábátahöfnina sópaðist í burtu MYND/Björn Einarsson

Tugmilljóna tjón varð í óveðrinu í Búðardal í gær þegar sjór braut sér meðal annars leið inn í sláturhúsið þar og hluti stór hluti sjóvarnargarðs við smábátahöfnina sópaðist í burtu. Þá eyðilagðist meira og minna bundið slitlag sem lagt var á allt hafnarsvæðið og önnur athafnasvæði þar í grennd og leiðslur undir því rofnuðu.

Bátar heimamanna sluppu hins vegar því þeir höfðu allir verið teknir á land, sá síðasti aðeins klukkustund áður en óveðrið skall á. Sjór náði ekki inn í kjötvinnslusal sláturhússins, þar sem vinnsla er í gangi um þessar mundir, þannig að hægt verður að halda henni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×