Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála 6. nóvember 2006 12:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra. Viðbrögð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins í Silfri Egils í gær vegna atvinnumála innflytjenda á Íslandi hafa verið hörð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir þingkosningar, sagði í gær að henni hryllti við viðhorfum Magnúsar og spurði sig hvort stefna frjálslyndra væri að taka upp ískalda þjóðernishyggju. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að Íslendingar hafi átt að nýta frest í reglugerð Evrópusambandsins sem stóð til boða í vor vegna flæðis innflytjenda til landsins. Þýskaland og Austurríki nýttu sér meðal annars frestinn til ársins 2011. Hún segir málið viðkvæmt, sérstaklega meðal stjórnmálamanna sem veigri sér við að taka afstöðu af ótta við að vera sakaðir um kynþáttaafordóma. Málið þurfi hins vegar að ræða með umburðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. Hún segir það ekki stefnu flokksins að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Paul Nikolov, frambjóðandi í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, segist vera orðlaus vegna ummæla Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hann segir hræðsluáróður Magnúsar vera kosningavopn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra. Viðbrögð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins í Silfri Egils í gær vegna atvinnumála innflytjenda á Íslandi hafa verið hörð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir þingkosningar, sagði í gær að henni hryllti við viðhorfum Magnúsar og spurði sig hvort stefna frjálslyndra væri að taka upp ískalda þjóðernishyggju. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að Íslendingar hafi átt að nýta frest í reglugerð Evrópusambandsins sem stóð til boða í vor vegna flæðis innflytjenda til landsins. Þýskaland og Austurríki nýttu sér meðal annars frestinn til ársins 2011. Hún segir málið viðkvæmt, sérstaklega meðal stjórnmálamanna sem veigri sér við að taka afstöðu af ótta við að vera sakaðir um kynþáttaafordóma. Málið þurfi hins vegar að ræða með umburðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. Hún segir það ekki stefnu flokksins að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Paul Nikolov, frambjóðandi í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, segist vera orðlaus vegna ummæla Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hann segir hræðsluáróður Magnúsar vera kosningavopn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira