Innlent

Krefjast þess að hætt verði að vernda mjólkuriðnað um áramótin

MYND/Pjetur Sigurðsson

Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu krefst þess að innflutningsvernd mjólkurafurða verði felld niður um næstu áramót, þegar afurðastöðvar íslenska mjólkuriðnaðarins (aðrar en Mjólka) sameinast. Í kjölfarið verði komið á samkeppnismarkaði þessara vara.

SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess, nú þegar ljóst er að helstu afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins sameinast um næstu áramót í skjóli sérstakra búvörulaga, að sú vernd sem mjólkurvörur njóta í formi innflutningstolla og kvótauppboða verði felld niður á sama tíma.

Þannig verði komið á samkeppnismarkaði með umræddar vörur og síðan gerð sú breyting að þessar vörur lúti allar samkeppnislögum eins og aðrar almennar neysluvörur.

Samtökin árétta að útilokað er að sátt verði um að umrædd sameining afurðastöðva fari fram án þess að opnað verði fyrir ógjaldskyldan innflutn-ing mjólkurvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×