Innlent

Davíð verður ekki forstjóri Alþjóða­heilbrigðs­málastofnunarinnar

MYND/GVA

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er úr leik í samkeppninni um að verða næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hann var tilnefndur fyrir Íslands hönd en var ekki í hópi þeirra fimm sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar valdi til áframhaldandi mats.

ulltrúar Japans, Kína, Kúveits, Mexíkós og Spánar eru það hins vegar og mun framkæmdastjórnin ræða við þá alla á morgun og tilnefna nýjan forstjóra á miðvikudag. Endanleg ákvörðun um forstjóra er svo í höndum fulltrúafundar aðildarríkja stofnunarinnar sem fram fer á fimmtudag. Hinn nýi forstjóri tekur við af Suður-Kóreumanninum dr. Lee-Jong-wook sem varð bráðkvaddur í maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×