Erlent

Rússar tvöfalda verð á gasi til Georgíu

Forsætisráðherra Georgíu sakaði Rússa í dag um pólitíska kúgun, vegna ákvörðunar um að meira en tvöfalda verð á gasi sem Rússar selja til landsins. Slík hækkun myndi leggja efnahag Georgíu í rúst.

Rússneski orkurisinn Gazprom hefur sent frá sér yfirlýsingu um að ef Georgía verði ekki búin að undirrita samning um hækkunina fyrsta janúar næstkomandi, verði einfaldlega skrúfað fyrir gasið.

Rússar segja hækkunina vera eðlilega, en Georgíumenn segja að önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi greiði miklu lægra verð, og Rússar séu að refsa Georgíu fyrir vestræna stjórnarstefnu.

Georgía vill fá aðild bæði að Evrópusambandinu og NATO og það hugnast Rússum lítt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×