Rafmagnsleysi á Egilsstöðum

Rafmagnslaust er enn á litlu svæði syðst á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn kom þó aftur á víðast hvar skömmu síðar. Verið er að vinna að viðgerð við spennustöðina við Kaupvang og er vonast til þess að rafmagn verði komið á innan klukkustundar.