Viðskipti erlent

Hagnaður Lenovo minnkar um helming

Maður skoðar fartölvu í einni af verslunum Lenovo í Peking í Kína.
Maður skoðar fartölvu í einni af verslunum Lenovo í Peking í Kína. Mynd/AFP
Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo skilaði 43,09 milljóna dala hagnaði á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í septemberlok. Þetta svarar til 2,9 milljarða króna sem er 53 prósentum minna en fyrir ári. Samdrátturinn er að mest kominn til vegna kaupa Lenovo á tölvuframleiðsluhluta IBM í fyrra.

Hagnaður Lenovo, sem er þriðji stærsti tölvuframleiðandi í heimi og framleiðir m.a. ThinkPad fartölvur, nam 91,2 milljónum dala eða 6,2 milljörðum króna á sama tíma í fyrra.

Lenovo hefur ráðandi stöðu á kínverska tölvumarkaðnum en er veikt fyrirtæki á heimsmarkaði þrátt fyrir gott vörumerki. Greiningaraðilar spá því að staða Lenovo á alþjóðlega tölvumarkaðnum verði áfram veik enda þarf fyrirtækið að etja kappi við sterka keppinauta.

Stjórn Lenovo segir líkur á að hagnaður aukist ekki næstu þrjú árin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×