Erlent

Tveimur kjarnorkueldflaugum skotið í dag

Kalda stríðinu kann að vera lokið, en kjarnorkuveldin vilja þó vera viss um að þau geti ennþá sprengt hvert annað í loft upp, ef svo ber undir.

Þannig skutu bæði Frakkar og Rússar upp langdrægum kjarnorkueldflaugum, í dag. Í tilfelli Frakka var um að ræða nýja eldflaug sem á að koma í staðinn fyrir þær sem nú eru í frönskum kjarnorkukafbátum.

Rússar hafa hinsvegar ekki efni á að endurnýja sínar flaugar, en skjóta einni og einni gamalli flaug með nokkru millibili til þess að kanna hvort þær virki ekki ennþá. Hvorug flauganna bar þó kjarnaodd, í þetta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×