Innlent

Innheimtumiðstöð frestar opnun

Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti.

 

Bjarni Stefánsson sýslumaður á Blönduósi segir að vegna slæms veðurútlits hafi verið ákveðið að fresta athöfninni.

 

Innheimtan var áður hjá 26 sýslumanna- og lögreglustjóraembættum en dómsmálaráðherra ákvað haustið 2005 að færa hana á einn stað.

 

Miðstöðin hefur þegar tekið til starfa, þó svo hún hafi ekki verið opnuð formlega. Við hana starfa 11 manns. Sú starfsemi raskast ekki þó formlegheitin verði að bíða enn um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×