Erlent

Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum

Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku.

Piotr Wozniak, viðskiptaráðherra Póllands, sagði í dag að eingin ákvörðun hefði verið tekin um að reisa kjarnorkuver, og það yrði ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði einnig mögulegt að kaupa orku frá erlendum kjarnorkuverum.

Hinsvegar væri Rússum ekki treystandi fyrir orkuþörf Póllands, en Pólland kaupið bæði gas og olíu af Rússlandi.

Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar. Á síðasta ári lentu þeir í rifrildi við Úkraínu og skrúfuðu þá, um tíma, fyrir gas til Evrópu.

Nú eiga þeir í deilum við Georgíu og hafa ákveðið að meira en tvöfalda verð á gasi til landsins. Rússar segja að ef Georgíumenn hafi ekki undirritað samning um þetta nýja verð hinn fyrsta janúar, næstkomandi , verði einfaldlega skrúfað fyrir gast til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×