Innlent

Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu

Leiðtogar uppreisnarmanna sitja fyrir miðju og til vinstri á  myndinni en talsmaður bráðabirgðarstjórnarinnar situr hægra megin.
Leiðtogar uppreisnarmanna sitja fyrir miðju og til vinstri á myndinni en talsmaður bráðabirgðarstjórnarinnar situr hægra megin. MYND/AP

Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan.

Margir fundir hafa verið haldnir í þessari viku og niðurstaðan varð loks sú að báðir aðilar myndu leggja niður vopn og forðast allar aðgerðir sem gætu aukið á spennuna í landinu. Þó var ekki ljóst hvort að forseti og forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar myndu sættast á þetta samkomulag þar sem þeir áttu engan þátt í því.

Erlendir sendimenn í landinu óttast að ef ekki verður samið um frið á næstunni gæti Sómalía orðið vígvöllur margra þjóða og aukið á þá gríðarlegu mannlegu þjáningar sem fólk í landinu þarf nú þegar að glíma við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×