Innlent

Stórhríð og vonskuveður á Norðausturlandi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Elma Guðmundsdóttir

Vegagerðin varar við stórhríð við vestanverðan Eyjafjörð og segir vonskuveður þaðan um allt norðaustanvert landið. Á Vestfjörðum er víða þæfingur en verið er að hreinsa helstu leiðir og á Norðurlandi vestra er vetrarfærð en hvergi fyrirstaða. Þá er Brattabrekka þungfær en þar er verið að moka. Annars er ýmist hálka eða hálkulettir á Vesturlandi og sama má segja um Austurland. Hálka er víða á götum borgarinnar og sömuleiðis í nágrenni hennar, á Reykjanesbraut, Hellisheiði og í Þrengslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×