Innlent

Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar

MYND/Valgarður

Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf. 170 farþegar biðu eftir flugi til höfuðstaðar Norðurlands hjá Flugfélagi Íslands en reiknað er með að allur hópurinn komist norður í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um Vestmannaeyjar og Egilsstaði en þangað er ekki hægt að fljúga vegna veðurs, en kannað verður með flug síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×