Innlent

Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi

Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, og eins á Hellisheiði, í Þrengslum og víðar á Suðurlandi. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er ýmist hálka eða hálkulettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×