Erlent

Ítalska mafían hafi náð fótfestu í Þýskalandi

Ítalska mafían er að ná fótfestu í Þýskalandi og hefur meðal annars fjárfest í orkufyrirtækjum sem skráð eru í Frankfurt og rússneska gasrisanum Gazprom. Þetta hefur þýska dagblaðið Berlinger Zeitung í dag og vísar í rannsókn leyniþjónustu Þýskalands, BND.

Þar segir enn fremur að Calabrian-mafían á Ítalíu hafi fjárfest í fyrirtækjum í Þýskalandi með fjármunum sem aflað hefur verið með sölu eiturlyfja og vopna. Þar á meðal hafi verið fjárfest í hótelum, veitingastöðum og fasteignum, sérstaklega í austurhluta Þýskalands og við strendur Eystrasalts. Þá segir Berliner Zeitung að í skýrslu leyniþjónustunnar sé að finna harða gagnrýni á ítölsk yfirvöld fyrir aðgerðaleysi gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi. Talsmenn leyniþjónustunnar segja hana ekki geta tjáð sig um málið fyrr en á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×