Erlent

Amfetamín líklega orsökin

MYND/AP

Lausn ráðgátunnar um hvers vegna um 1.500 evruseðlar af ýmsum verðgildum molnuðu í sundur skömmu eftir að hafa verið teknir út úr hraðbönkum í Þýskalandi kann að vera fundin. Efnagreining hefur leitt í ljós að örsmáa amfetamínkristalla var að finna á flestum seðlunum. Það er talið benda til þess að fíkniefnaneytendur hafi notað seðlana til að sjúga fíkniefnið upp í nasir sínar. Við blöndun súlfata, sem leynast í amfetamíninu, og svita myndast sýrur sem efnafræðingar telja að hafi eyðilagt seðlana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×