Erlent

Ákærur gegn Rumsfeld íhugaðar

Donald Rumsfeld, fráfarandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, gæti átt yfir höfði sér ákærur í Þýskalandi vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib og Guantanamo-fangelsunum. Bandarísk mannréttindasamtök hafa fyrir hönd tólf manna, sem haldið var á þessum stöðum, sent þýskum yfirvöldum erindi þessa efnis, en þarlend lög heimila að sækja menn til saka fyrir lögbrot óháð því hvar þau eru framin í heiminum. Samtökin hafa áður reynt að fá Rumsfeld dreginn fyrir þýska dómstóla en saksóknarar ákváðu árið 2004 að ekki væri grundvöllur fyrir lögsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×