Erlent

Fjöldagröf finnst nærri Srebrenica

MYND/AP

Enn ein fjöldagröfin hefur fundist sem geymir jarðneskar leifar fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995. Réttarmeinafræðingar hafa grafið upp líkamsleifar yfir eitt hundrað manna úr gröfinni sem er í Snagovo, um 50 kílómetra norður af Srebrenica. Jafnvel er talið að mennirnir hafi upphaflega verið jarðsettir annars staðar en líkunum svo ýtt nokkra vegalengd með jarðýtum. Um 8.000 múslimskir piltar og karlmenn voru stráfelldir í Srebrenica en bærinn naut þá sérstakrar verndar Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×