Erlent

Atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Ossetíu í dag

Suður-Ossetíumenn greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins í dag og er búist við að það verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Héraðið er hluti af Georgíu en flestir íbúar þess eru með rússnesk vegabréf og tala eigið tungumál sem er skylt írönsku.

Ríkisstjórn Georgíu leggst gegn þessum þreifingum Suður-Ossetíumanna og því er ólíklegt að nokkur ríkisstjórn á Vesturlöndum viðurkenni sjálfstæði héraðsins. Stjórnvöld í Rússlandi segja aftur á móti að fyrst Vesturlönd beiti sér fyrir sjálfstæði Kosovo frá Serbíu sé þeim ekki stætt á að leggjast gegn sjálfstæðisbaráttu héraða í fyrrum Sovétlýðveldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×