Erlent

Stuðningur við Bush forseta í embætti aldrei minni

MYND/AP

Stuðningur við George Bush Bandaríkjaforseta mælist aðeins 31 prósent samkvæmt nýrri könnun sem bandaríska tímaritið Newsweek lét gera. Hefur stuðningur við forsetann aldrei mælst minni í skoðanakönnun og er hann aðeins tveimur prósentustigum frá því að jafna óvinsældir föður síns, George Bush eldri, sem mældist með 29 prósenta stuðning í embætti þegar minnst var.

Til samanburðar var stuðningur við Bill Clinton 36 prósent þegar minnst var og 35 prósent hjá Ronald Reagan. Könnun Newsweek var gerð á fimmtudag og föstudag þegar ljóst var að demókratar hefðu sigrað í þingkosningunum í Bandaríkjunum.

Hún leiðir einnig í ljós að tveir þriðju Bandaríkjamanna telji að Bush muni koma litlu áleiðis þau tvö ár sem hann á eftir í embætti og þá er svipað hlutfall, eða 63 prósent, óánægt með þróun mála í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×