Erlent

Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak.

Síðast í morgun féllu 35 og 60 særðust þegar tveir menn sprengdu sig í loft upp í hópi manna sem safnast höfðu saman til sækja um störf hjá lögreglunni í Bagdad. Maliki, sem tók við embætti fyrir hálfu ári, hefur áður lýst því yfir að hann vilji breytingar í þjóðstjórn sinni en nú virðist sem viðræður flokka um hver eigi að víkja og hver ekki hafi farið út um þúfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×