Innlent

Vilja 30 km hámarkshraða í flestum íbúðargötum bæjarins

Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd bæjarins um að hámarkshraði verði 30 kílómetrar í flestum íbúðargötum bæjarins. Þetta kemur fram á fréttavef Víkufrétta. Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við sýslumann að fá leyfi fyrir 30 kílómetra hámarkshraða í námunda við Gerðaskóla og í öllum íbúðagötum í bænum fyrir utan Garðbraut og Skagabraut. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að þetta sé gert þar sem íbúar hafi ítrekað kvartað yfir hröðum akstri í íbúahverfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×