Innlent

Varað við óveðri á Norðausturlandi

Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði. Hins vegar eru vegir víðast orðnir auðir á Suðurlandi en á Vesturlandi eru enn hálkublettir eða hálka á stöku leiðum. Á Norðurlandi vestra er óðum að taka upp en á Norðurlandi eystra er víða snjókoma eða skafrenningur. Á Vestfjörðum er víða hálka en þæfingur á Klettshálsi og á Gemlufallsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×