Innlent

TF-LÍF sækir slasaðan sjómann á olíuskip

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á leið til Reykjavíkur með slasaðan sjómann sem hún sótti út á stórt olíuflutningaskip sem statt er 210 sjómílur suðvestur af landinu. Maðurinn mun hafa hlotið opið fótbrot en beiðni barst frá björgunarmiðstöðinni í Sankti Pétursborg um klukkan hálfeitt í dag. Hin nýja þyrla Landhelgisgæslunnar, sem er sömu tegundar og TF-LÍF, flaug einnig á slysstað þar sem skipið var statt svo langt úti fyrir landi en vel mun hafa gengið að hífa manninn um borð. Reiknað er með að flugið til Reykjavíkur taki einn og hálfan til tvo tíma. Olíuskipið var á leið til New York þegar slysið var með 25 þúsund tonn af bensíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×