Innlent

Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna

MYND/E.Ól

Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi.

Guðrún auglýsti fyrir um 865 þúsund krónur í fjölmiðlum og þá kostuðu tvær samkomur vegna prófkjörsins hana 110 þúsund krónur. Þá numu þáttökugjald og póstkostnaður um 83 þúsund krónum.

Guðrún segir það umhugsunarefni þegar kostnaður við prófkjör sé farinn að hlaupa á milljónum eins og gerst hafi hjá hennar fólki. Það hafi mátt sjá í dagblöðunum. Spennandi verði að sjá uppgjör annarra frambjóðenda.

Guðrún var ekki meðal átta efstu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og því má telja víst að hún sé á leið út af þingi í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×