Erlent

Stöðva ekki skip frá Norður-Kóreu

Herskip frá Suður-Kóreu
Herskip frá Suður-Kóreu MYND/Reuter

Suður-Kórea mun ekki taka þátt í því, með Bandaríkjamönnum, að stöðva skip frá Norður-Kóreu sem eru grunuð um vopnaflutninga.

Í samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eftir kjarnorkusprengingu Norður-Kóreu, er lagt bann við flutningi á vörum eða fjármunum til landsins, sem gætu gagnast því við að vígbúast. Í samþykktinni er einnig fyrirskipað nánara eftirlit með vöruflutningum til og frá Norður-Kóreu, á sjó og landi.

Talsmaður stjórnar Suður-Kóreu sagði að landið styddi vissulega aukið eftirlit, en pólitísk staða þess væri slík að ekki væri ráðlegt að herskip þess stöðvuðu skip frá Norður-Kóreu. Tæknilega séð eiga löndin tvö enn í stríði, því aldrei var gerður neinn friðarsamningur eftir Kóreustríðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×