Innlent

Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu

Á Kárahnjúkasvæðinu.
Á Kárahnjúkasvæðinu. MYND/Vísir

Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar.

Hlýindi í október gerðu það að verkum að heldur meira er í lóninu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hægt hefur á rennslinu eftir að kólna tók en lónið kemur ekki til með að fyllast fyrr en næsta sumar eða haust. Í vetur verður unnið að frágangsvinnu við stífluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×