Innlent

Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson. MYND/Gunnar

Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra.

Í yfirlýsingu sem Jóhannes hefur sent fjölmiðlum gagnrýnir hann yfirmann efnahagsbrotadeildar, Jón H. B. Snorrason, harkalega og telur að Jóni og Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra hefði átt að vísa umsvifalaust úr starfi þegar Hæstiréttur vísaði nær öllum ákæruliðum í Baugsmálinu frá í október tvö þúsund og fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×