Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga 13. nóvember 2006 12:45 Bandaríksir hermenn í Írak. MYND/AP Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar. Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira