Erlent

Yfir 8000 ólöglegir innflytjendur stöðvaðir

Ungverskir landamæraverðir fundu í dag níu Tyrki í flutningabíl sem var á leið til Þýskalands, frá Rúmeíu. Allt bendir til þess að fólkið sé ólöglegir innflytjendur. Talsmaður útlendingaeftirlitsins sagði að Tyrkirnir hefðu allir verið með gild tyrknesk vegabréf og því komið löglega til Rúmeníu.

Það sem af er þessu ári hafa ungverskir landamæraverðir stöðvað yfir áttaþúsund manns, sem hafa verið að reyna að komast ólöglega til Evrópu. Mjög margir Tyrkir hafa verið meðal þeirra.

Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu er deilumál. Mörg ríki, með Þýskaland fremst í flokki, vilja ekki að landið fái formlega aðild að sambandinu, heldur aðeins það sem kallað er náið samstarf. Mikill fjöldi Tyrkja býr í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×