Erlent

Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar

Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu.

Argentína hefur áratugum saman gert tilkall til Falklandseyja, sem þeir kalla Malvinas eyjar. Árið 1982 hertóku þeir eyjarnar, en Bretar sendu herlið 13 þúsund kílómetra leið og náðu þeim aftur á sitt vald.

Hátíðin á næsta ári hefst í Falklandskapellunni, sem er utan við London, hinn 14. júní og lýkur með skrúðgöngu hermanna í Lundúnum 17. júní. Talsmaður samtaka uppgjafahermanna, í Bretlandi, segir að samskipti landanna séu nú góð og að Bretar ætli ekki að hreykja sér af sigrinum heldur minnast þeirra hermanna sem féllu, bæði breskra og argentínskra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×