Innlent

Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna. MYND/Vísir

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins.

Fjármagnið á að mestu að nota til efla gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands auk þess sem fimm milljarða á að nota í ófyrirséðan kostnað vegna framkvæmda við Kárahnjúka. Jón sagði nefndinni gert erfitt um vik þar sem fulltrúar hennar hefðu engin fylgiskjöl fengið um málið. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin, málin hefðu verið í umræðunni undanfarið og því ættu þingmenn að þekkja þau. Árni sagði sjálfsagt mál að leggja fram gögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×