Innlent

Áfram vonskuveður víða um land

Fólk er varað við að vera á ferðinni í kvöld og nótt.
Fólk er varað við að vera á ferðinni í kvöld og nótt. MYND/Elma

Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

"Það verður einnig mjög hvasst á Vestfjörðum og á landinu vestanverðu og raunar hefur stöðugt verið að bæta í vindinn í dag í höfuðborginni og það verður bálhvasst þar til morguns " segir Sigurður. Hann bætir við að full ástæða sé til að vara fólk við að vera mikið á ferðinni í kvöld og nótt enda má lítið útaf bera til að færð spillist og fólk hreinlega lokist inni. "Það verður hvasst í alla nótt og það fer ekki að lægja fyrr en líður á morgundaginn" segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×