Innlent

Slæmt færi víða um land

Ófærð er víða á landinu og fólki bent á að hafa varann á víða um land. Myndin er úr myndasafni
Ófærð er víða á landinu og fólki bent á að hafa varann á víða um land. Myndin er úr myndasafni MYND/Stefán

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu.

Á sunnanverður Vestfjörðum eru hálkublettir. Ófært er um Klettshálsi og Eyrarfjalli. Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur, óveður er í Langadal og á milli Blönduós og Skagastrandar, stórhríð er á Þverárfjalli og á milli Hofsóss og Siglufjarðar.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og snjókoma, þungfært og stórhríð er á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, stórhríð er á Víkurskarði,stórhríð og hálka er sunnan Húsavíkur, Fljótsheiði og á Hólasandi. Snjóþekja og stórhríð er á milli Raufarhafnar og Vopnafjarðar. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja. Þungfært er á Öxi.

Greiðfært er á Suður- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×