Erlent

Íhuga að leyfa konum að kjósa

Stjórnvöld í Saudi-Arabíu eru að íhuga að leyfa konum að bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum. Hinsvegar verður þeim ekki leyft að keyra bíl, í bráð.

Sveitastjórnarkosningar eru einu kosningarnar sem leyfðar eru í Saudi-Arabíu, en þær voru leyfðar í fyrsta skipti á síðasta ári. Innanríkisráðherra landsins segir í viðtali við dagblað í Kúveit, í dag, að konum verði hugsanlega leyft að kjósa árið 2009.

Spurður um hvort konum yrði leyft að keyra bíla, sagði ráðherrann að landið væri stórt og langt á milli borga í eyðimörkinni. Konur yrðu því í lífshættu ef þær fengju að keyra. Stjórnvöld bæru ábyrgð á konum og dytti ekki í hug að setja þær í slíka hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×