Viðskipti erlent

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Þinghúsið í Lundúnum í Bretlandi.
Þinghúsið í Lundúnum í Bretlandi.

Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð.

Greiningaraðilar höfðu reiknað með að verðbólga myndi mælast 2,6 prósent í mánuðinum, sem hefði orðið með því hæsta sem sést hafi í Bretlandi.

Verðbólgan er engu að síður yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiði Englandsbanka, sem hækkaði stýrivexti í 5 prósent í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×