Erlent

Danir vilja hermenn sína heim frá Írak

Meirihluti Dana er andvígur því að hafa danska hermenn áfram í Írak, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Jótlandspóstinum í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak.

Úrtakið var eitthúsund áttatíu og þrír menn og konur. Af þeim voru sextíu prósent andvíg áframhaldandi veru danskra hermanna í Írak, en tuttugu og níu prósent studdu að þeir yrðu þar áfram. Danskir hermenn eru einnig í Afganistan, en um það er meiri sátt í Danmörku.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir, fyrir skömmu, að danskir hermenn yrðu áfram í Írak meðan stjórnvöld þar í landi óskuðu eftir því, og dönskum stjórnvöldum þætti ástæða til.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×