Innlent

Rætt um stóriðju á Suðurlandi

Alþingi.
Alþingi. MYND/Vísir

Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Álfheiður sagði meðal annars að rætt væri um Markarfljót í tengslum við áform um álver við Þorlákshöfn, en virkjun þar hefði lent neðst á lista í rammáætlun. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði umræðuna ekki tímabæra þar sem aðeins væri um frumhugmyndir að ræða en engin fyrirheit hefðu verið gefin vegna viðbótar orkuöflunar. Engar viðræður hefðu heldur átt sér stað við ráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×