Innlent

Rætt um stóriðju á Suðurlandi

Alþingi.
Alþingi. MYND/Vísir

Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf. Álfheiður sagði meðal annars að rætt væri um Markarfljót í tengslum við áform um álver við Þorlákshöfn, en virkjun þar hefði lent neðst á lista í rammáætlun. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði umræðuna ekki tímabæra þar sem aðeins væri um frumhugmyndir að ræða en engin fyrirheit hefðu verið gefin vegna viðbótar orkuöflunar. Engar viðræður hefðu heldur átt sér stað við ráðuneytið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×