Viðskipti erlent

Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent

Ein af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum
Ein af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum Mynd/AFP

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum.

Hagnaðurinn jókst einungis um 8 prósent á heimamarkaði fyrirtækisins í Bandaríkjunum en jókst um heil 34 prósent í öðrum löndum á tímabilinu.

Þetta er ennfremur talsvert yfir væntingum greiningaraðila á Wall Street.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×