Innlent

Taka á upp svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND/Hilmar

Innleiða á reglur um svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum. Svartlistarnir fela í sér bann við flugi einstakra flugrekenda eða bann á öllu flugi frá einstökum ríkjum.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp um breytingar á lögum um loftferðir. Frumvarpið felur það meðal annars í sér að innleiddar verða reglur um svartlista ESB. Verði frumvarpið að lögum fær Flugumferðarstjórn heimild til að stýra flugumferð út frá svartlistum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að flugfélög, sem ekki eru með flugöryggismál sín í lagi, fljúgi hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×