Erlent

S-Afríka leyfir hjónabönd samkynhneigðra

Suður-Afríska þingið samþykkti í dag, með yfirgnæfandi meirihluta, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Suður-Afríka er fyrsta landið í álfunni sem þetta gerir.

Ríkisstjórnin lagði fram lagafrumvarp um þetta mál í ágúst, eftir að hæstiréttur landsins úrskurðaði að það væri brot á stjórnarskránni að synja samkynhneigðum um þessi réttindi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×