Innlent

Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum

MYND/Vísir

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra.

Refsingar við hraðaakstursbrotum verða jafnframt auknar til muna. Þá verður hægt að beita yngri ökumenn akstursbanni vegna tiltekinnar hegðunar í umferðinni og skylda þá til að taka námskeið til að fá ökuskírteini á nýjan leik. Drög að frumvarpinu voru sett á vef Samgönguráðuneytisins þar sem almenningur gat sent inn umsagnir um frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×