Erlent

Fimm háttsettir lögreglumenn handteknir vegna mannránanna í Írak

Háskólanemendur ganga heim á leið eftir að skólum hafði verið lokað í dag.
Háskólanemendur ganga heim á leið eftir að skólum hafði verið lokað í dag. MYND/AP

Fimm háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir í tengslum við mannránið sem var framið í Írak í dag. Rúmlega 100 karlmönnum var þá rænt við rannsóknardeild íraska menntamálaráðuneytisins en ekki er vitað hver nákvæmur fjöldi þeirra er. Þremur hefur verið sleppt nú þegar og samkvæmt nýjustu fréttum gæti tólf hafa verið sleppt í viðbót.

Mannránið er það nýjasta í bylgju mannrána í Írak og er um leið eitt af þeim allra stærstu. Vitni sögðu að sumir lögreglumenn hefðu setið hjá aðgerðalausir á meðan mannræningjarnir hefðu farið sínu fram. Þessi árás sker sig líka úr fyrir þær sakir að ráðast gegn menntamönnum, sem margir hverjir hafa þurft að flýja land vegna ótta við mannrán. Öllum háskólum í Bagdad hefur verið lokað þangað til öryggisástandið í Írak batnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×