Innlent

Telja nýtt frumvarp um umferðaröryggi of þungt í vöfum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Pjetur

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að nýtt frumvarp samgönguráðherra um umferðaröryggi sé of sérstækt og aðgerðir í frumvarpinu of þungar í vöfum.

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarpið en það felur meðal annars í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er einnig lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra.

Stjórn Heimdallar fagnar aukinni umræðu um umferðaröryggi á vegum landsins en sér ástæðu til að minna samgönguráðherra á friðhelgi eignaréttsins samkvæmt stjórnarskránni. Heimdallur telur að fræðsla, upplýsingar, betri vegir og aukið eftirlit séu vænlegri til árangurs í baráttunni gegn umferðaróhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×