Erlent

Kofi Annan gagnrýnir aðgerðaleysi í loftslagsmálum

MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir skort á forystu í baráttunni við hlýnun andrúmsloftsins á loftslagsráðstefnu í Nairobi í Kenía. Í ræðu á ráðstefnunni kallaði hann loftslagsbreytingar eina af mestu ógnum heimsins. Hann sagði að efasemdarmenn um umhverfisvá hefðu "engin rök og engan tíma".

Ráðherrar frá 189 löndum, þeirra á meðal Jónína Bjartmarz fyrir hönd okkar Íslendinga, sitja tveggja vikna langa ráðstefnuna. Meðal brýnustu viðfangsefna eru ráð til að veita Afríkuríkjum orku með minni koltvísýringsmengun og leiðir til aðlögunar þegar skóinn kreppir vegna aðhaldsaðgerða.

Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt harðlega lítinn metnað til að draga úr útblæstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×